miðvikudagur, 6. júní 2007

Ég elska mömmu!

Saga getur auðvitað ekki talað (nema þegar hún hvíslar að pabba sínum) - en hér annað foreldrið búið að smella hagamúsinni í bol með skýrum skilaboðum; ég elska mömmu! Hún virðist hafa gaman af uppátækinu. Sem og þeytingnum með mömmu í eldhúsinu. Nú styttist í að Saga fari á sinn fyrsta Þróttaraleik í Laugardalnum, til Stokkhólms með mömmu og pabba og þaðan til Gautaborgar.
















6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svooooo sæt!
Farðu nú að draga mömmu þína í Garðabæinn.

Auður frænka

Nafnlaus sagði...

Skemmtilegar myndir, gaman að syrpunni með Mæðgunum. Flottust.

Anna Linda

Hrefna sagði...

Æðislegar myndir! Mikið er hún Saga litla samt brúnþung á mynd nr. 9 :) Frábærar myndir af mæðgunum saman ... Held barasta að þetta séu flottustu mæðgur á Íslandi og jafnvel víðar!

Nafnlaus sagði...

þið eruð nátturlega alveg sætustu mæðgurnar á svæðinu:) hlakka til að sjá ykkur, þið þurfið nú að fara að fá ykkur göngutúr niður í Hitt Húsið:)

Nafnlaus sagði...

Vá, sjá þetta rassgat! Hún er nú undurfríð hún Saga þín, alltaf gaman að koma hingað og skoða fallegar myndir af fallegu viðfangsefni! Gleðilegt sumar! Hvenær fariði til Gautaborgar? Við erum nefnilega á leið þangað einni!
Kær kveðja
Magga Gauja úr Hafnarfirðinum góða!

Nafnlaus sagði...

en æðislegar myndir, hún tekur sig sko vel út í mömmu samfellunni ;)
sætustu mæðgurnar í geimi! en ég heppin að eiga svona fallega systur og systurdóttur *mont*