sunnudagur, 17. júní 2007

Snæfellsnes

Litla-fjölskyldan fór út úr bænum um hvítasunnuhelgina, alla leið á Snæfellsnes. Gistum eina nótt á gistiheimili á Arnarstapa, fórum í góðan göngutúr um svæðið og á yndislegt kaffihús; Fjörhúsið í Hellnar. Keyrðum síðan fyrir nesið og gistum á Hótel Framnes í hinum fallega Grundarfjarðarbæ. Pizza og bjór tekin í kvöldsólinni á Kaffi 59, sem stendur við aðalgötu bæjarins. Framtaksemi Pabbans í bloggheimum hefur nú komið því til leiðar að myndirnar úr ferðinni eru hér með komnar á netið. Gleðilegan 17. júní! Áfram Ísland! Til hamingu með 6 mánaða afmælið Saga!!