mánudagur, 25. desember 2006

JólaSaga

Fögnuðum viku ammæli Sögu á aðfangadagskvöld hérna á Skúlagötunni. Fyrr um daginn hafði Saga farið í jólasund - og sprengt þar alla krútt-kvarða, en eins og þið sjáið má krútt kynslóðin sko fara vara sig! Tvö jólaboð tekinn með áhlaupi daginn eftir og var nýjasta meðlimi familíunnar tekið fagnandi á báðum vígstöðum, þó Saga hafi látið lítið fyrir sér fara og sofið að mestu. Stöngin inn!
















Þorláksmessa

Fleiri góðir gestir komu í heimsókn til Sögu á Þorláksmessu. Sumir allaleið frá Danmörku, aðrir úr Birkihvamminum og nágrenninu hérna 105 meginn við Snorrabrautina. Guðrún ljósmóðir kom í sína síðustu reglulegu heimaskoðun, en hún hefur reynst okkur ótrúlega vel. Góður dagur, frábært kvöld.












föstudagur, 22. desember 2006

Góðir gestir

Viðbót við myndaSöguna. Nokkur skot frá síðustu dögum "nýju" litlu fjölskyldunnar. Eins og sjá má hafa margir góðir gestir kíkt til okkar á Skúlagötuna til að heilsa upp á Sögu. Þökkum kærlega fyrir allar þessar góðu heimsóknir og þær fallegu gjafir sem Saga hefur fengið!


















Gestabók

Við höfum opnað gestabók fyrir Sögu þar sem gestir síðunnar geta skilið eftir skilaboð. Smelltu hér til að heimsækja gestabókina.

fimmtudagur, 21. desember 2006

Abu Saga

Pabbi getur nú með réttu stoltur kallað sig Abu Saga, eða föður Sögu. Það er ekki leiðinlegt, enda hefur honum langað í "Abu" nafn síðan hann fór til Palestínu og kynntist köppum sem kölluðu sig tveimur nöfnum, skírnarnafni og Abu nafni eftir elsta syni eða dóttur. Eins og sjá má á fyrstu myndinni er Abu Saga stundum þreyttur, enda ekki með sömu hetju-eiginleikana og mamma (Umm Saga, móðir Sögu). En hann gerir sitt allra besta fyrir Söguna sína, alltaf. Enda er Saga orðin svolítil pabbastelpa.








miðvikudagur, 20. desember 2006

Annar dagur

Eftir að litla fjölskyldan hafði eytt nóttinni á Hreiðrinu var skipt á Sögu, pabbi sérlega lúnkinn í sinni fyrstu skiptingu, og henni síðan pakkað vel inn fyrir heimferðina. Þegar heim var komið kíktu síðan fleiri góðir gestir í heimsókn til að hitta Sögu, sem virðist kunna mjög vel við sig í risinu á Skúló.