fimmtudagur, 28. ágúst 2008

Saga í Göteborg - hluti 3 (Bohuslän)

Þriðji og síðasti hlutinn af Gautaborgar-ævintýri litlu fjölskyldunnar. Keyrðum norður fyrir borgina yfir í náttúrufegurðina í Södra Bohuslän og heimsóttum vinafólk okkar í sumarhús þeirra eyjunni Orust, nærri bænum Henån. Orust er þriðja stærsta eyja Svíþjóðar með 15.000 íbúa, en íbúatalan hækkar verulega á sumrin.

Eftir næturdvöl var staldrað við í smábænum fallega Skärhamn og farið á ströndina, við hins einstaka Nordiska Akvarellmuseet. Okkur hafði lengið langað að heimsækja þennan bæ, en bíllaus á námsárunum aldrei drifið alla leið.