laugardagur, 21. apríl 2007

Saga 4. mánaða

Unglingsárin nálgast óðfluga. Saga hélt upp á 4. mánaða afmæli sitt þann 17. apríl og stækkar með hverjum deginum. Hún lætur skoðanir sínar óspart í ljós, hangir ekki með hverjum sem er, talar & malar út í eitt. Síðustu vikur hefur fröken Evudóttir Eldarsdóttir m.a. farið í ungbarnasund (því miður engar myndir af því), farið í kaffiboð til langafa og langömmu í Máríugerði, hitt nokkur kríli í mömmu hittingi og glænýjan litla kút Bjarkason. Þar er greinilega á ferðinni alvöru vinskapur.















































10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gransans, nú langar mig í heitt súkkulaði!! Annars er ég bara svo endalaust skotin í þessari sætu frænku minni sem greinilega er búin að læra fullt af nýjum partýtrikkum síðan ég sá hana síðast.

Nafnlaus sagði...

Já hún Saga hefur brallað ýmislegt og farið víða þessa fjóra mánuði í heiminum, fjórir mánuðir eru samt í raun ekki mikið, en finnst eins og ég hafi þekkt hana svo lengi. Flottasti krakkinn og uppáhalds frænkan :) Sætust í einni fyrstu samfellunni sem hún fékk :D ég voða ánægð hehe, verður að testa mömmusamfelluna líka :) Og svo skal ég lesa fyrir hana og spjalla við næst þegar ég kíki á ykkur :)

Nafnlaus sagði...

Þvílíkt krútt. Svo gaman að skoða myndir af henni og skemmtilegur textinn líka. Meira,meira,meira.
A:)

Unknown sagði...

Þú ert nú meiri rófan litla skotta :o) ert orðin krakki eins og múttan þín segir, gaman :O) við verðum svo að hittast fljótlega ...knúsknús...Kikka og skottan

Hrefna sagði...

vá hvað hún Saga litla er nú orðin stór og mannaleg! Hún er sko sætust! Hlakka til að spjalla við hana á netinu sem fyrst! Ég verð greinilega að reyna að koma eitthvað heim í sumar til að geta knúsað hana aðeins!

Nafnlaus sagði...

Vildum bara aðeins kvitta fyrir innlitið - þú ert svoooooooo sætust :o)

Karen

Nafnlaus sagði...

Jeremíus frænka hvað þú ert falleg, þú ert nátturlega bara algert æði!! Við verðum nátturlega bara að knúsa þig big time þegar að við komum í sumar. Vertu góð við mömmu og pabba og knúsaðu þau frá okkur í álaborginni, bestu kveðjur Svanborg, Rakel og Niels

Erla Olafsdottir sagði...

Þú ert nú meiri dúllurassinn litla Saga sæta :)
Held sko að þú sért skemmtilegur grallari að leika sér með ..

Hlakka til
Kveðjur til mömmu þinnar og pabba:)

Erika mús

Ólöf sagði...

eg veit eg er alltaf med sama kommentid... en ji hvad hun saga er rosalega saet, eg er bara daleidd.
mer finnst ekkert sma gaman ad matarblogginu thinu eva, fullt af hugmyndum!
hlakka svo til ad sja ykkur fjolskylduna sidar a arinu, eg a svo morg knus handa ykkur :)
sakn,
loa

Nafnlaus sagði...

Flotta stelpa , hlakka til að sjá þig og bíð dauðspennt eftir að sjá sund myndir :)

Þú ert BESTUSTA

Anna Linda