föstudagur, 27. apríl 2007

Svaml

Saga byrjuð í ungbarnasundi...sem er náttúrulega alltof mikið af því góða. Haugur af krílum í sundlaug að gera allskyns æfingar. Búin að mæta tvisvar, láta ausa yfir sig og svamla fram og aftur - næst fer hún í kaf. Annars er það að frétta að mæðgurnar fóru í Hlíðarnar í vikunni og eru þetta nýjustu tölur frá heilsugæslunni; þyngd 6.350 gr, lengd 63.5 cm og höfuðið mælist 42 cm. Hlökkum til að mæta í skírnina hjá litlu skottu Birgisdóttur. Við skjótum á að nafnið sé Embla, Katla eða Tinna.


























laugardagur, 21. apríl 2007

Saga 4. mánaða

Unglingsárin nálgast óðfluga. Saga hélt upp á 4. mánaða afmæli sitt þann 17. apríl og stækkar með hverjum deginum. Hún lætur skoðanir sínar óspart í ljós, hangir ekki með hverjum sem er, talar & malar út í eitt. Síðustu vikur hefur fröken Evudóttir Eldarsdóttir m.a. farið í ungbarnasund (því miður engar myndir af því), farið í kaffiboð til langafa og langömmu í Máríugerði, hitt nokkur kríli í mömmu hittingi og glænýjan litla kút Bjarkason. Þar er greinilega á ferðinni alvöru vinskapur.