miðvikudagur, 26. desember 2007
sunnudagur, 23. desember 2007
Jólakveðja
föstudagur, 21. desember 2007
Afmælisbarn
Saga fagnaði árs afmæli sínu með heilli afmælishelgi daganna 15. og 16. desember. Slegið var upp tveim stórskemmtilegum afmælisveislum,heima á Skúlagötunni á laugardeginum og síðan hjá Ömmu og Afa í Kópavoginum á sunnudeginum. Þökkum öllum sem komu og fögnuðu tímamótunum með okkur kærlega fyrir frábærar stundir og góðar gjafir. Takk fyrir okkur!
- Eldar, Eva og Saga
- Eldar, Eva og Saga
fimmtudagur, 20. desember 2007
Saga, enn að rölta og brölta
Erum búin að vera svolítið löt við að pota vídeo-um hérna inn á bloggið, en hérna er það nýjasta. Myndavélinni snúið á hlið til að byrja með (það batnar) og lýsing ekki upp á sitt besta, en það er betra en ekkert - ekki satt Hrefna frænka? (það var búið að lofa henni eitt stykki vídeo-i fyrir löööngu...)
miðvikudagur, 12. desember 2007
Á röltinu
Fyrst fór Saga að standa upp í rúminu sínu, síðan að fikra sig upp við stóla og borð til næla sér í síma, lykla og aðra lausahluti - og nú er hún farin að rölta um íbúðina með nýja vagninn sinn. Óli Björn fær að fljóta með í farangursgeymslunni. Hún er líka dugleg að skutlast um gólfin í göngugrindinni sem hún fékk lánaða hjá Elísabetu Nördu, stórvinkonu sinni úr Vesturbænum. Hér má líka sjá Sögu fagna 81 árs afmæli Ömmu Löngu, þar sem Eldar Hrafn (sem nú er orðinn liðtækur bloggari) lét sjá sig.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)