Saga fagnaði 2 mánaða ammæli sínu 17. febrúar. Stuttu síðar var haldið í 9 vikna skoðun á heilsugæsluna í Hlíðunum þar sem hún mældist 60 cm á lengd og 5.130 kg að þyngd. Hér eru nokkrar myndir af Sögu, foreldrunum og góðum vinum sem teknar hafa verið síðustu daga.
PS Niðurstaða er kominn í hina æsispennadi nafna-samkeppni sem blásið var til um daginn til að finna heiti á bangsan sem Saga fékk að gjöf frá Afa sínum. Nafnið hæfir svo sannarlega þessum stóra og myndarlega birni og er; Bríet Birna Levú. Nýja litla fjölskyldan þakkar öllum þeim sem tóku þátt fyrir góðar tillögur og dómnefndinni, sem setið hefur á rökstólum síðustu vikur, fyrir vel unnin störf. Þar sem nafnið er samansett úr fleiri en einni tillögu er ljóst að engin einn getur brunað í Ásinn og innheimt snakkið og gosið. Saga stefnir því á að bjóða vinningshöfunum í partý þar sem góssinu verður skipt.
mánudagur, 26. febrúar 2007
mánudagur, 12. febrúar 2007
Saga, Þrándheimur og Rrrrreykjavík!
Nýja litla fjölskyldan skellti sér til Þrándheims um helgina á músíkfestivalið By:Larm. Saga hitti fullt af rokkurum - meðal annars átrúnaðargoð sín í hljómsveitinni Reykjavík! - og baðaði sig í vaski (ekki í viskí). Enda er hún hin ánægðasta með ferðina.
mánudagur, 5. febrúar 2007
Afi kominn frá útlöndum
Afi Einar kom heim frá útlöndum í vikunni...með nýjan meðlim í stórfjölskylduna hennar Sögu. Myndarlegan og þróttmikinn bangsa, sem er nokkuð stærri en Saga sjálf. Stærðarmunurinn hefur ekki komið að sök né haft áhrif á vináttu hans og Sögu. Bangsinn er þegar kominn í mikið uppáhald hjá henni, en sökum málleysis eigandans hefur hins vegar ekki tekist að nefna gæjann. Því efnum við, Litla fjölskyldan á Skúlagötunni, til samkeppni um nafn á bangsann. Í verðlaun eru 2L af Pepsi og Doritos snakk frá söluturninum Ásnum í Selfossi, þar sem vitja má vinningsins.
En að öllu gríni slepptu þá óskum við eftir nöfnum í annaðhvort comment hluta bloggsins eða gestabókina. Annars er það í fréttum að Saga sló í gegn í 6 vikna skoðun í Hlíðunum...mældist 4.540 grömm og 58 cm löng, 7 cm lenging frá fæðingu sem þykir feikigóður árangur. Hún eignaðist líka gullfallegt handgert teppi að gjöf, blóma/rautt sem sjá má á myndunum hér að neðan.
En að öllu gríni slepptu þá óskum við eftir nöfnum í annaðhvort comment hluta bloggsins eða gestabókina. Annars er það í fréttum að Saga sló í gegn í 6 vikna skoðun í Hlíðunum...mældist 4.540 grömm og 58 cm löng, 7 cm lenging frá fæðingu sem þykir feikigóður árangur. Hún eignaðist líka gullfallegt handgert teppi að gjöf, blóma/rautt sem sjá má á myndunum hér að neðan.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)