Saga Eldarsdóttir kom í heiminn klukkan 13:52 sögudaginn 17. desember í sigurkufli, vó 3.425 grömm (tæp 14 merkur) og var 51 cm löng. Beðið var eftir því í nokkra daga að djásnið léti sjá sig, en þegar hún loks ákvað að mæta á svæðið var hún einstaklega fljót í heiminn. Fæðinginn gekk semsagt eins og í sögu....hjá henni Sögu okkar, sem þrátt fyrir ákveðnina hefur verið vær og róleg fyrstu tímana með okkur. En hún lætur þó í sér heyra ef hún er ekki sátt við hlutina, það er greinilegt hver ræður hjá litlu fjölskyldunni á Skúlagötu.
Hér eru nokkrar myndir af fyrstu klukkustundum Sögu í heiminum....
* Þeir sem vilja geta skrifað, eða skoðað, skilaboð undir "comments" neðst í innfærslunni undir myndunum.
28 ummæli:
velkomin í heiminn litla Saga. Við föðursysturnar bíðum spenntar eftir að koma heim frá Danmörku og hitta þig og knúsa! Mikið ertu nú sæt og fín!
Biðjum að heilsa stoltu foreldrunum
Og Elín, fjarskylda frænkan, bíður líka að heilsa!
Mikið lifandis ósköp er hún Saga litla mikil dúlla...
Óska ykkur til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn
Hæ hæ Saga litla og fjölskylda. Mikið er gaman að þú sért loksins komin og við hlökkum ekkert smá til að sjá þig um jólin. Ég skal gefa þér nokkur góð pæjuráð, þín stóra frænka Rakel og múttan hennar
Saga þú er æði, mig langar að fá að knúsa þig aftur. Velkomin í heiminn litla kona.
Þetta er myndarbarn.....alveg jafnmyndarleg og frænka sín ;)
Óska ykkur til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn
Jisús hvað þetta er fallegt barn :)
Mér finnst hún mjög lík móður sinni.. af þessum myndum að dæma allavega. Þið eruð flottust- innilega til hamingju með þessa yndislega fallegu stelpu!!
Knús og kiss frá Ingu Birnu
Hún er ótrúlega falleg, alveg fullkomin. Hlakka svo til að sjá hana aftur.
Kv,
Auður
Get ekki bedid eftir ad hitta thig Saga min og knusad ykkur oll i klessu. :)
Til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn og velkomin í heiminn Saga litla. Þið eruð rosa flott fjölskylda.
Ástarkveðja,
Halli, Gigga, Kolbrún Sara og Guðmundur Ágúst
Oh hvað hún er sæt, hlakka svo til að koma og knúsa hana..
til hamingju með allt sæta familía
Magga
Hæ Saga þú ert sætust...og nú ertu kominn með blogg og nú geta allir séð að þú er nr. 1
Ég sagði að þetta yrði einstaklega fallegt barn og auðvitað gekk það eftir!
Hjartanlega til hamingju og gleðileg jólin.
Þú ert bjútífúl Saga! Innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn.
kv. ingvi, tinna og hjálmar rafn
TIL HAAAAMINGJU ELSKU VINIR. Megi allir allskonar Guðir og kraftar fylgja Sögu í gegnum hennar eigin sögu. Hún er dýrðleg.
Hjartanlega til hamingju með litla engilinn og Gleðileg Jól.
Til hamingju Saga mín að vera komin í heiminn! Þú verður líka að teljast einstaklega heppin með þá!
Baráttukveðjur frá Berlín.
...með foreldra!
Elsku Eldar og Eva til hamingju með Sögu litlu hún er alveg æðisleg,algjör gullmoli, hlakka til að koma og sjá ykkur öll:)
Algjör snilld! Innilega til hamingju með drottninguna :)
Kotasælukveðja frá KÓB
Elsku Eldar og Eva.
Mikið er hún Saga dásamleg.
Innilegar hamingjuóskir.
Innilega til hamingju með prinsessuna, hún er æðisleg. Hlökkum til að sjá ykkur.
knús Helga, Freyr og Hlynur
Ótrúlega oft og mikið til hamingju litluna-óendanlega fallegar myndir af ykkur öllum. Hver er stílistinn ykkar? ;) hoho
Sjáumst von bráðar enda verður maður að kíkja kærustuna ;) Kv. Laufey og Bjarki
hæ elsku litla frænka :) velkomin í heiminn :)rosalega ertu falleg :)
Eva og Eldar innilega til hamingju með prinsessuna-vona að ég sjái ykkur um jólin :)
p.s myndirnar á síðunni eru æðislegar :)
Okkar innilegustu hamingjuóskir með Sögu litlu.
Sigrið heiminn!!
Matti og Heidi
Fleiri myndir takk fyrir!
Mikið ertu falleg elsku frænka! Þú svafst alveg eins og lítill engill þegar ég kíkti á þig í gær! Vaknaðir svo þegar ég var að fara og lést sko alveg heyra í þér þá....enda orðin svöng :O) hlakka til að sjá þig fljótt aftur....kveðja Kristín Erla
Kæra Eva Líf!
Innilegar hamingjuóskir með hana Sögu. Hún er brjálæðislega falleg og ber fagurt og sterkt nafn. Ánægjulegt að lesa að fæðingin gekk eins og í sögu.
Kær kveðja
Magga Gauja í Bjarnabæ
Eva og Eldar
Jólakvedjur úr Svíaríki og til hamingju med litlu Sögu.
"Hún er nú svolítid lík mömmu sinni thegar hún faeddist."
Helena og Gunnar
Skrifa ummæli