Sýnir færslur með efnisorðinu 0-1 mánaða. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu 0-1 mánaða. Sýna allar færslur

miðvikudagur, 17. janúar 2007

Mánaðargömul

Í tilefni af mánaðarammæli Sögu var hóað í nokkra góðvini hennar fyrir myndatöku á skiptiborðinu. Hér má sjá, talið efst frá vinstri; Búllu (kanínu sem kemur allaleið frá Búlgaríu), Mustafa (sebrahest úr Hafnarfirðinum), Nínu Karínu (kanínu), Óla Björn (ísbjörn), Rasmus (bangsa), Jóhönnu Sigurðardóttur (hvít-bangsa), Alexöndru Viktoríu (skjaldböku, sem á góðum stundum er kölluð Alla), Kjærleikur (bangsa) og síðast en ekki síst Voffa (rugguhest).

>> PS Svo óskum við litla fjölskyldan Kikku & Bigga hjartanlega til hamingju með litlu dísina þeirra, sem kom í heiminn sunnudaginn 14. janúar.


sunnudagur, 14. janúar 2007

Fjögurra vikna ammæli

Saga orðin fjögurra vikna og farið að styttast í mánaðarammælið, 17. janúar. Hér eru nokkrar myndir frá síðustu dögum nýju litlu fjölskyldunnar - sem fór m.a. í ammæli til Hóffí frænku í Mosfellsbænum þar sem Saga undi sér vel í fangi Langafa og Langömmu, sem söng fyrir hana vísur.













laugardagur, 13. janúar 2007

Þá og nú...

Treyjan með grænu böngsunum, sem var fyrst notuð af Pabba fyrir 30 árum, er komin aftur í notkun. Hér má sjá myndir af feðginunum á svipuðum aldri í treyjunni - og nokkrar fleiri frá bernsku Pabba.


1977









2007








2007










1977












2007













1977










1977










1977










1977

Saga og pabbi í baði

Saga og Pabbi fóru í bað saman og fíluðu það vel. Saga var svolítið hissa við að komast í svona stórt baðkar og skiljanlega nokkuð hugsi yfir því, enda aðeins vön baði í bala. En var annars ánægð með svamlið og virðist njóta sín vel í vatni.







Saga í fína gallanum

Saga í fína gallanum frá Langafa og Langömmu í Máríugerði. Eins og sjá má á myndunum, þar sem Saga er í fanginu hjá Ömmu Erlu, er gallinn ennþá svolítið of stór en virkar engu að síður vel ferðalögum Sögu um Reykjavík og nágrenni.





föstudagur, 5. janúar 2007

Nýja árið...

Nýja árið leggst vel í Sögu og afganginn af nýju litlu fjölskyldunni....eins og sjá má.