Myndband af Sögu og litlu fjölskyldunni ungbarnasundi í maí í fyrra. Helga Kristín stórvinkona okkar sá um að varðveita þessa stund, fengum bandið í auka-jólagjöf frá henni - en þetta er fyrst núna að skila sér á Sögu-bloggið. Myndgæðin ekki alveg upp á það besta, en það er jútjúb að kenna (ekki Helgu Dís). Skoða má myndbandið með því að smella hér - eða horfa á beint af blogginu hér að neðan.
Sýnir færslur með efnisorðinu 3-6 mánaða. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu 3-6 mánaða. Sýna allar færslur
miðvikudagur, 5. mars 2008
sunnudagur, 17. júní 2007
Snæfellsnes
Litla-fjölskyldan fór út úr bænum um hvítasunnuhelgina, alla leið á Snæfellsnes. Gistum eina nótt á gistiheimili á Arnarstapa, fórum í góðan göngutúr um svæðið og á yndislegt kaffihús; Fjörhúsið í Hellnar. Keyrðum síðan fyrir nesið og gistum á Hótel Framnes í hinum fallega Grundarfjarðarbæ. Pizza og bjór tekin í kvöldsólinni á Kaffi 59, sem stendur við aðalgötu bæjarins. Framtaksemi Pabbans í bloggheimum hefur nú komið því til leiðar að myndirnar úr ferðinni eru hér með komnar á netið. Gleðilegan 17. júní! Áfram Ísland! Til hamingu með 6 mánaða afmælið Saga!!





















































Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)