Pabbi getur nú með réttu stoltur kallað sig Abu Saga, eða föður Sögu. Það er ekki leiðinlegt, enda hefur honum langað í "Abu" nafn síðan hann fór til Palestínu og kynntist köppum sem kölluðu sig tveimur nöfnum, skírnarnafni og Abu nafni eftir elsta syni eða dóttur. Eins og sjá má á fyrstu myndinni er Abu Saga stundum þreyttur, enda ekki með sömu hetju-eiginleikana og mamma (Umm Saga, móðir Sögu). En hann gerir sitt allra besta fyrir Söguna sína, alltaf. Enda er Saga orðin svolítil pabbastelpa.
8 ummæli:
Enn og aftur til hamingju með litlu rúsínuna!!!
Eldar: Þú ert greinilega með réttu handtökin :)
Bjarki & Laufey
Held hún vilji hunang á puttann!!
A
Elsku sæta Saga! Velkomin í heiminn, svona líka sæt og hárprúð!! Flott nafn;)
Elsku foreldrar hjartansóskir með litlu prinsessuna, njótið ykkar í botn því þetta er það besta í lífinu!!
Svo verðum við að plana hitting í jan. með litlu skotturnar okkar!!
Jólaknús Kolbrún,Gulli og Ronja.
P.s Geggjaðar myndir!
nú er ég nú aldeilis farin að hlakka til að hitta hana litlu Sögu! Abu Saga og Umm Saga enn og aftur til hamingju! En er ekkert nafn til á föðursysturnar? Jæja, þannig er það víst.
Barnið er dásamlegt - þvílíkt svipsterk og flott og mikill karakter.. og svona ogguponsulítil... Algjör draumur. Hafið það yndislegt með litlu Söguna ykkar um jólin elsku litla sæta fjölskylda..
Knús og kiss frá Ingu Birnu
Þú ert alveg yndisleg litla Saga! Við bráðnum alveg þegar við skoðum myndirnar af þér. Hlökkum svo til að geta hitt þig og stoltu foreldra þína. Vonandi fara allir að ná betri heilsu hér á bæ svo við getum hitt þig!
Risaknús til þín fallega prinsessa og mömmu og pabba!
Edda, Bensi & Gabríel Ingi
Get ekki stillt mig um að kíkja hér öðru hvoru og dást að Sögu litlu.
A
Hún er guðdómleg :), en falleg lítil fjölskylda
Innilega hamingjuóskor
Skrifa ummæli