Eftir góða daga í Kaupmannahöfn lá leiðin til Árósa að heimsækja Hrefnu frænku. Þrátt fyrir að íbúðin í Skýjabæarhverfinu sé lítil fór svo sannarlega vel um litlu fjölskylduna. Fagnaðarfundir og næs stemmning út í eitt, enda dvölin lengd um nokkra daga. Farið í einstakan garð við bæjarmörkin þar sem Saga klappaði bömbum og gaf þeim gulrætur (nagaði síðustu gulrótina sjálf, við lítinn skilning dýrana). Næst haldið til Gautaborgar, með viðkomu í Fredrikshavn þar sem Stena Line ferjan var tekinn yfir sundið.
2 ummæli:
Hæ litla músamús, ég fylgist með þér.
A
Litla og stóra Hrefna ;)
Gaman ad sjá frá restinni af ferdinni
Skrifa ummæli