Fyrst fór Saga að standa upp í rúminu sínu, síðan að fikra sig upp við stóla og borð til næla sér í síma, lykla og aðra lausahluti - og nú er hún farin að rölta um íbúðina með nýja vagninn sinn. Óli Björn fær að fljóta með í farangursgeymslunni. Hún er líka dugleg að skutlast um gólfin í göngugrindinni sem hún fékk lánaða hjá Elísabetu Nördu, stórvinkonu sinni úr Vesturbænum. Hér má líka sjá Sögu fagna 81 árs afmæli Ömmu Löngu, þar sem Eldar Hrafn (sem nú er orðinn liðtækur bloggari) lét sjá sig.
10 ummæli:
Gaman af þessum myndum ! Fjölskyldumyndin er sérstaklega glæsileg eins og alltaf þegar að afkomendur mömmu og pabba koma saman! Ofboðslega tekur Saga sig vel út upprétt! Bestu kveðjur, Hóffí frænka
þú ert nú meiri dúllan... jiii dúdda mía. Orðin algjör skvísa með teyju i hárinu og kann næstum að labba :) Þú verður að æfa þig svo þú getur sýnt mömmu og pabba hve dugleg þú ert á 1 árs afmælinu :)
Knús frá okkur
Erla og Erika
Hlakka til að fagna árs afmælinu með þér elsku Saga frænka mín.
Verst þú getur ekki gert óskalista ... eða er pabbi þinn kannski búinn að kenna þér að skrifa?
A
Margar gellur og töffarar i thessari familiu.
ást frá Køben
Til hamingju med afmælid sætasta og klárasta Sagan mín .
Vonandi er búid ad vera gaman i öllum hátídarhöldunum i tilefni dagsins, helstu dagarnirá árinu eru 17 juni og 17 des ;)
Ást frá Køben
Til hamingju með 1 árs afmælið Saga sæta
Til hamingju með afmælið elsku uppáhalds frænka! Vonandi verðurðu orðin hress á morgun svo ég geti aðeins kíkt á þig :)
Knús,
Hrefna frænka
Elsku besta Sagan mín! Til hamingju með að vera orðin einsárs yndið mitt, tíminn sko fljótur að líða, þú ert auðvitað algjört æði :)
knús, Freyja
Saga sæta! til hamingju með eins árs afmælið! Verst að þú ert lasin :( mér fannst myndin af þér við borðið í afmælinu hennar ömmu sérstaklega skemmtileg því að þá ertu einmitt með svipinn góða sem var mjööög vinsæll þennan dag :)
hæ sæta stelpa
Til hamingju með 1 árs afmælið :)
knús frá Eriku :)
Skrifa ummæli