Litla-fjölskyldan fór út úr bænum um hvítasunnuhelgina, alla leið á Snæfellsnes. Gistum eina nótt á gistiheimili á Arnarstapa, fórum í góðan göngutúr um svæðið og á yndislegt kaffihús; Fjörhúsið í Hellnar. Keyrðum síðan fyrir nesið og gistum á Hótel Framnes í hinum fallega Grundarfjarðarbæ. Pizza og bjór tekin í kvöldsólinni á Kaffi 59, sem stendur við aðalgötu bæjarins. Framtaksemi Pabbans í bloggheimum hefur nú komið því til leiðar að myndirnar úr ferðinni eru hér með komnar á netið. Gleðilegan 17. júní! Áfram Ísland! Til hamingu með 6 mánaða afmælið Saga!!
6 ummæli:
Til hamingju með afmælið elsku Sagan okkar!! Mesta knúsið :)
ÆÐISLEGAR myndir úr ferðalaginu
Erum farin að telja klukkutímana...
Til hamingju með hálfs árs afmælið elsku Saga! Gaman að skoða ALLAR myndirnar úr ferðalaginu. Sjáumst svo á fimmtudaginn!!!!!
Flottar myndir!!
Litli sæti töffari! Mikið rosalega hlýtur að vera gaman fyrir þig að skoða "heiminn" með mömmu og pabba :) ofsalega flottar myndir!
Til hamingju með hálfs árs afmælið, úff hvað þú ert fljót að stækka, mér finnst ennþá eins og í gær að þú hafir verið pínupons, sofandi í fanginu á mér :*
Til hamingju með afmælið Saga sæta!
En mikið er annars hann Gauti frændi þinn flinkur! Algjör listamaður- skilaðu því til hans ;o)
Var engin skrúðganga á Seytjándanum?!
Skrifa ummæli