laugardagur, 9. júní 2007

Krílapartý

Saga heldur áfram að bardúsa og hér má sjá skvísuna í tveim krílapartýum sem haldin voru á Skúlagötunni fyrir skömmu. Saga tók einnig á móti stórvini sínum "Litla Kút", sem var skírður í síðustu viku og fékk hið gullfallega nafn Hrafnkell Númi, og fór í afmæli til Langömmu á Seltjarnarnesið. Sex mánaða afmæli Sögu sjálfrar er síðan á næsta leiti, og verður því fagnað með veglegum hátíðarhöldum víða um land þann 17. júní.

























6 ummæli:

Anna Linda sagði...

Greinilega stuð þarna :)

Flottustu krílin

Huxley sagði...

ó mæ sko!! engin samkeppni ;)

svanborg sagði...

Æi hvað er gaman að sjá þessi andlit af fjölskyldunni, Amma sæta að éta Sögu. Það er alveg ótrúlegt en á sumum myndum er eins og Saga sé með einhvern svip eins og Rakel var með á sínu fyrsta ári, skondið. Þetta er greinilega einhver svipur frá Ömmu, hlakka til að sjá ykkur öll í sumar, knús og kossar frá Álaborginni.

Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá krílið sitt á alnetinu :-)
Alltaf gaman að hittast og þessi síða hjá þér er frekar sæt..kannski ekki að spyrja að því þegar aðalsögupersónan er Saga sjálf. Krúzla!!
Hlökkum til næst!
Kv,
Guðrún Fríður og Katla
ps. er búin að vera húkkt á Tabouleh(hvernig sem það er nú skrifað og já líka borðið fram) síðan ég smakkaði hjá þér. Nammi!

Nafnlaus sagði...

þetta hefur verið massa krílapartý, já það verður svo gaman þegar sætu dætur okkar geta leikið sér saman, eða eins og Narda segir, "ég ætla að kenna Sögu að hjóla og labba og leika"
love
a

Erla Gísla sagði...

Nei! Bagga frænka..oh hún er svo mikill snillingur! Skila kveðju til hennar!! Og koss til Sögu sætu