Í tilefni af mánaðarammæli Sögu var hóað í nokkra góðvini hennar fyrir myndatöku á skiptiborðinu. Hér má sjá, talið efst frá vinstri; Búllu (kanínu sem kemur allaleið frá Búlgaríu), Mustafa (sebrahest úr Hafnarfirðinum), Nínu Karínu (kanínu), Óla Björn (ísbjörn), Rasmus (bangsa), Jóhönnu Sigurðardóttur (hvít-bangsa), Alexöndru Viktoríu (skjaldböku, sem á góðum stundum er kölluð Alla), Kjærleikur (bangsa) og síðast en ekki síst Voffa (rugguhest).
>> PS Svo óskum við litla fjölskyldan Kikku & Bigga hjartanlega til hamingju með litlu dísina þeirra, sem kom í heiminn sunnudaginn 14. janúar.
5 ummæli:
jisús minn hvað þetta er sætt :)
Knús og kiss í tilefni dagsins - verð að kíkja á ykkur sem allra fyrst aftur :)
Kv. Inga Birna
Til hamingju með mánuðinn-án ef búinn að vera stórkostlegur! Nú styttist í Toy-boy ;)
vildi bara bæta við að hún Nína Karína kemur frá Danmörku :)
En enn og aftur til hamingju með mánaðarafmælið Saga mín.
Gott að vita að Saga er í góðum félagsskap!!
já félagsskapurinn er svo sannarlega góður! Vona að pabbi hafi fengið smsið frá mér í gær þar sem ég óskaði þér til hamingju. Ætla nú samt að óska þér enn og aftur til hamingju með mánuðinn!
Skrifa ummæli