Saga er byrjuð á leikskóla, Hjallastefnuleikskólanum Ós á Bergþórugötu. Þar hefur verið tekið á móti henni (og foreldrunum) opnum örmum. Hún er semsagt orðin Ósari, og við foreldrarnir erum ógurlega stolt og ánægð með Söguna okkar. Þrátt fyrir að hafa heyrt ánægju raddir frá vinafólki hefðum við ekki trúað því að Ós væri svona frábær staður, með framúrskarandi starfsfólki. Leikskólinn er foreldrarekinn, sem hræddi okkur svolítið í byrjun. En þetta er ekkert nema skemmtilegt, gengur fullkomlega upp. Ós er með flotta heimasíðu; www.leikskolinn.is/os/ og eru myndirnar þaðan.
7 ummæli:
Til hamingju stóra leikskóla stelpa, mikid áttu eftir ad njóta thess :)
Ekki er verra ad thú ert í Hjallastefnu skóla, gaman :)
Hlakka svo til ad hitta thig og foreldrana thína.
knús
Annan í Køben
Jii hvað þetta eru flottar myndir frá Gautaborg- Saga þú ert bara sætust í heimi! Mikið hafið þið skemmt ykkur vel! Yndislegt að hitta á svona góðan leikskóla- það er mjög dýrmæt! knús á liðið
edda
Duglega stóra stelpa! Mér finnst líka mega gaman í skólanum mínum-við ættum kannski að hittast sem fyrst og sýna hvoru öðru það sem við erum búin að læra eherm...
Hilsen til hinna
Þinn Hrafnkell Númi
Gæti maður verið heppnari með svona sæta sæta systurdóttur!
Upprennandi listmálari. Mikið virkar þetta já góður leikskóli og hún virðist skemmta sér vel :)
Freyja
Loksins loksins! Takk fyrir komuna kæra vinkona-þú ert náttúrulega núna í sérstöku uppáhaldi. Ótrúlega klár stelpa :)
Frá foreldrunum: Ok, núna er komin regla. Það má aldrei líða svona langt á milli hittings, ekki einu sinni brot af tímanum. Rosalega gaman að fá ykkur öll-sjáumst sem fyrst!
The Sveinssons on the Dunhagi
Duglega leikskólastelpa :)
Hlakka til að sjá þig og þína fögru foreldra bráðum, mig grunar að það gerist nú þegar Anna okkar lætur sjá sig á skerinu fagra.. moldrík með danskar krónur meðferðis í kreppuna!!
Knús og kiss, IBB
Jæja, ég held að Saga sé byrjuð í Háskóla, svo langt síðan það var sett e-ð hérna inn!
Skrifa ummæli