Saga eignaðist glænýjan frænda á dögunum. Sá er engin smásmíð og ber klárlega af í myndarleika. Litla fjölskyldan fór í heimsókn til "litla snúðs" í síðustu viku og höfum, þangað til í dag, velt fyrir okkur hvað hann myndi heita. En í dag fékk hann nafn og heitir hvorki meira né minna en Eldar Hrafn. Nafn sem hæfir honum mjög vel - og gerir pabba Sögu afskaplega stoltan (svo ekki sé meira sagt). Það verður sko passað extra vel upp á þennan nýja frænda.
Litla fjölskyldan óskar foreldrunum hjartanlega til hamingju með Eldar Hrafn, og honum sjálfum til hamingju með nafnið!
2 ummæli:
Til hamingju með frændann og nafnann!! Hann er rosa sætur og ég hlakka til að sjá hann e-n tímann.
Litli frændi er svo sætur - hlakka bara til að sjá hann með eigin augum! Og frábært nafn!
Skrifa ummæli