þriðjudagur, 21. ágúst 2007

Ferðalag

Litla fjölskyldan leigði sér bústað í Minnuborgum í Grímsnesi eina góða helgi í júní. Ömmur, afi, móðurbróðir og föðursystir komu með í sveitina og úr varð hin skemmtilegasta helgi. Á sunnudeginum skoðuðum við okkur um við Gulfoss, Faxa og fórum í frábæra heimsókn í Sólheima í Grímsnesi - sem gárungarnir í ferðinni vilja meina sé í þriðja sæti yfir fallegustu bæi landsins (Akureyri #2, Reykjavík að sjálfsögðu #1).














1 ummæli:

Hrefna sagði...

Ji hvað Saga er orðin stór og svo verður hún bara sætari með hverjum deginum sem líður - hvernig sem það er nú hægt!
Góða skemmtun úti á Spáni Saga víðförla og foreldrar :)