Saga Evudóttir Eldarsdóttir hress á Skúlagötunni.
þriðjudagur, 28. ágúst 2007
fimmtudagur, 23. ágúst 2007
Stykkishólmur
Litla fjölskyldan skellti sér til Stykkishólms um Verslunarmannahelgina ásamt góðum félögum. Fallegur og skemmtilegur bær! Áttum mjög góðar stundir með vinum okkar, spilað, hangið í pottinum, Nardan hress að vanda. Fengum frábært veður á sunnudeginum, ætluðum að fara yfir til Flateyjar - en Baldur bilaður. Reynum aftur síðar, enda Flatey staður sem við æltum að heimsækja.
þriðjudagur, 21. ágúst 2007
Ferðalag
Litla fjölskyldan leigði sér bústað í Minnuborgum í Grímsnesi eina góða helgi í júní. Ömmur, afi, móðurbróðir og föðursystir komu með í sveitina og úr varð hin skemmtilegasta helgi. Á sunnudeginum skoðuðum við okkur um við Gulfoss, Faxa og fórum í frábæra heimsókn í Sólheima í Grímsnesi - sem gárungarnir í ferðinni vilja meina sé í þriðja sæti yfir fallegustu bæi landsins (Akureyri #2, Reykjavík að sjálfsögðu #1).
þriðjudagur, 14. ágúst 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)