föstudagur, 13. júlí 2007

Alveg róleg

Saga Evudóttir Eldarsdóttir heldur áfram að vera hress og ánægð. Er nýkomin úr tveggja vikna ferðalagi litlu fjölskyldunnar til Svíþjóð (myndir úr því ferðalagi á leiðinni) með tvær litlar, en myndarlegar, tennur í gómnum. Þær stækka ört. Eins og sjá má á myndunum heldur Saga upp á nýju monsuna sína (sem og Bríet Birnu) og var hin hressasta í 30 ára afmæli pabba síns.














4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æðislegust!!! Ég verð að kíkja á morgun, ég fylltist svo miklum söknuði, það er of langt síðan ég hef séð ykkur! :) Meira hár, tvær tennur, þetta er magnað! :)

Huxley sagði...

Ekki ein, heldur tvær!! Hvar endar þetta??!!

Söknum ykkar líka, Hrafnkell bara ómögulegur yfir þessu +;)

Nafnlaus sagði...

Mikið er barnið fallegt. Langar í mynd í rammma.

A

Nafnlaus sagði...

Engar myndir frá Gautaborg?
Ekki það að þessar séu ekki æði, Saga ein og sér í 100000 myndum dugar flestum!!
Luv
MGM