laugardagur, 12. maí 2007

Kosningar

Kosningadagur runninn upp. Saga hefur farið mikinn undanfarna daga, telur baráttumál helstu stjórnmálaflokka landsins ekki vera nógu hressandi og að þá vanti stefnumótun í málefnum smákríla. Hún hefur því ásamt nokkrum félögum sínum (sem af og til birtast hérna á síðunni) stofnað nokkur ný stjórnmálaöfl síðustu vikur; Smáfylkinguna, Smályndisflokkinn, Smáhreyfinguna, Smáir-grænir og Smástæðisflokkinn. Þar hafa krílin sett á oddin alvöru málefni eins og meiri mjólk, betra aðgengi að brjóstagjöf, barnakaffihús og niðurfellingu tolla á ÖLLU dóti. Framboðslistarnir drifu hins vegar ekki til kjörstjórnar og því engin þeirra í framboði í dag.


Framboðsmyndin


Nagandi ótti við áframhaldandi setu núverandi ríkisstjórnar


Boðar skýrar áherslur í samgöngumálum



9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ef ég væri með kosningarétt og Saga væri í framboði myndi ég algjörlega setja x við hana! Mér finnst hún sérlega fagmannleg og traustvekjandi á framboðsmyndinni!

Nafnlaus sagði...

X-saga !!!!

Nafnlaus sagði...

ég tek undir með fyrri ræðumanni, fröken saga fengi sko algjörlega mitt atkvæði. gabríel vil skila til frambjóðenda að einnig megi meta betur þá foreldra sem eru heima að ala upp börnin sín; reykjavík á að lámarki að greiða þeim jafnt á við niðurgreiðslur til dagforeldra/ leikskóla. áfram smáfylking!
ps. sérlega falleg framboðsmynd;)
knús í bæinn
gabríel og mamman

Nafnlaus sagði...

Ég kýs Sögu. Alþingismennirnir haga sér oft eins og börn svo að Saga ætti að falla vel í hópinn.......

Huxley sagði...

Sögu sem formann! Og til aðstoðar án efa aðal-hrúturinn! Þau geta svo kannað stöðuna í sænksum stjórnmálum í næsta mánuði saman :)

Nafnlaus sagði...

verdur gert sænskt útibú af Smáfylkingunni?

små folk- alliancen??

Massa ást og saknadarkvedjur frá Önnu Lindu "frænku"

Hrefna sagði...

Ég hefði nú ekkert á móti því að fá smáflokkinn og smásókn sem ríkisstjórn. Krílin myndu örugglega standa sig mun betur en sú ríkisstjórn sem mun líklegast verða mynduð ... Saga sem forsetisráðherra 2030!

Dilja sagði...

já ÁFRAM SAGA!! þetta líst mér vel á...

Familia Santos sagði...

við styðjum x-saga !!