föstudagur, 23. mars 2007

Saga þriggja mánaða

Saga Evudóttir Eldarsdóttir varð þriggja mánaða þann 17. mars - og hélt upp á daginn með því að fara í læknisskoðun í Hlíðarnar. Hún stóðst skoðunina með láði, orðin 5,6 kg og 61 cm. Sprautan ekkert mál, engin tár. Nokkrum dögum síðar kom pabbi hennar heim frá Texas með kúrekahund og "armadillo" bangsa frá höfuðborginni Austin - og fúlsaði Saga ekki við þeim. Eins og þið sjáið hefur verið tekið mikið af myndum af Sögunni síðustu vikur...m.a. þar sem Hekla, glæný vinkona hennar, kíkti í heimsókn.









































10 ummæli:

Huxley sagði...

Beibíið er náttúrulega bara ó-mega (mest) falleg! Og þessu augu....gúmmelaði alveg hreint!

Sjáumst von bráðar-öll ;)

Nafnlaus sagði...

Það er bara ekki holt að skoða myndir af Sögunni ykkar. Það svoleiðis hringlar í manni, hún er svo falleg :D

Nafnlaus sagði...

elsku litla bjútíbolla.. góða ferð út - ég hlakka til að hitta ykkur í næstu viku þegar þið komið heim frá Danska Landinu. Ég kunni nú ekki við annað en að leyfa ykkur mömmu að knúsa kallinn í friði eftir útlegðina í Ameríkunni!
RISAKNÚS - þið eruð flottust

Inga Birna

Nafnlaus sagði...

Hlakka til að sjá ykkur öll, það er orðið allt of langt síðan.

Saga svo glæsileg,ótrúlegt að hún sé ekki nema rétt rúmlega 3 mánaða.

Sjáumst bráðum. KKKKKKKKKKKKKKKKKK

Nafnlaus sagði...

Anna Linda

Erla Olafsdottir sagði...

hæ sæta skísa.
Ertu í DK? Vonandi geturu haft uppá mömmu minni svo við getum kannski hist. Krossa fingur að hún sjái þetta skilaboð sem fyrst. Knús Erika Kristín

Nafnlaus sagði...

Elsku litla frænka,
mikið var gaman að fá þig í heimsókn! Ég er strax farin að sakna þín. Fann snudduna þína og vettlingana þína hér heima og skal senda þér það til Íslands hið fyrsta. Vona að þú komir fljótt aftur í heimsókn.

Hrefna sagði...

Elsku Saga frænka
Takk fyrir alveg frábæra helgi elsku Saga (og Eldar og Eva). Mikið var nú gaman að hitta þig, tala við þig, kissa og knúsa.
Kossar og knús
Hrefna föðursystir með meiru ;)

Nafnlaus sagði...

Yndislega smáSaga!
Mikið var gaman að sjá þig í dag, þú ert alltaf stærri í hvert skipti sem við hittumst! :D Það var gaman að "spjalla" við þig og fyrirgefðu að ég skildi hafa verið að stríða þér smá! Skilaðu kveðju til elsku mömmu og pabba! Með miklum þökkum fyrir síðustu helgi! :)
Knús

Anna Linda sagði...

Sælar og velkomin frá Danaveldinu :)

Bið spennt eftir að sjá ykkur og af fréttum af Bjarka, Laufeyju barni :)

Sjaumst á morgun hressar og kátar