Saga fagnaði 2 mánaða ammæli sínu 17. febrúar. Stuttu síðar var haldið í 9 vikna skoðun á heilsugæsluna í Hlíðunum þar sem hún mældist 60 cm á lengd og 5.130 kg að þyngd. Hér eru nokkrar myndir af Sögu, foreldrunum og góðum vinum sem teknar hafa verið síðustu daga.
PS Niðurstaða er kominn í hina æsispennadi nafna-samkeppni sem blásið var til um daginn til að finna heiti á bangsan sem Saga fékk að gjöf frá Afa sínum. Nafnið hæfir svo sannarlega þessum stóra og myndarlega birni og er; Bríet Birna Levú. Nýja litla fjölskyldan þakkar öllum þeim sem tóku þátt fyrir góðar tillögur og dómnefndinni, sem setið hefur á rökstólum síðustu vikur, fyrir vel unnin störf. Þar sem nafnið er samansett úr fleiri en einni tillögu er ljóst að engin einn getur brunað í Ásinn og innheimt snakkið og gosið. Saga stefnir því á að bjóða vinningshöfunum í partý þar sem góssinu verður skipt.
8 ummæli:
Við deyjum bara yfir þessum myndum! Djí Lúí, aldrei hægt að finna eina uppáhalds :)
Kv
úr Hlíðunum
jesús hvað hún er dæmalaust hrikalega sæt. kem í kaffi á morgun eftir vinnu!!! mkei?
Frábærar myndir! Og gaman að fá að sjá frænkuna "live" í vefmyndavélinni í gær! Hlakka svo til að sjá hana í DK í mars. En ein leiðrétting - Saga hefur væntanlega ekki fagnað tveggja mánaða afmælinu sínu þann 17. des :)
jisús minn.. ég VERÐ að heimsækja ykkur í vikunni.. verð í sambó upp á nánari tímasetningu :)
knús og kossar
Inga Birna
Gaman að sjá hvað litla ljúfan er að mannast......
En mmig minnir að ég eigi hluta af þessu bangsanafni. Það væri nú mjög gaman ef Saga myndi bara skjótast í heimsókn til mín með vinningin... ;)
Hún Saga heldur áfram að sprengja alla krúttskala, leiðindakvef að skemma fyrir að ég fengi að hitta ykkur í kvöld, en hvað með fös. eða sun?????????????
Ástar og saknaðarkveðjur
Dásamlega fallegar mæðgur og ótrúlega flottar myndir.
Bara varð að koma því á framfæri.
Kveðja,
ein ókunnug!
OMG.. ég er svo sein að fatta, bangsinn heitir Birna eins og ÉG.. en fallegt :)
RISAKNÚS.. þið eruð flottust
kv. Inga BIRNA
Skrifa ummæli