mánudagur, 12. febrúar 2007

Saga, Þrándheimur og Rrrrreykjavík!

Nýja litla fjölskyldan skellti sér til Þrándheims um helgina á músíkfestivalið By:Larm. Saga hitti fullt af rokkurum - meðal annars átrúnaðargoð sín í hljómsveitinni Reykjavík! - og baðaði sig í vaski (ekki í viskí). Enda er hún hin ánægðasta með ferðina.

















11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sé að þetta hefur gengið líkt og í draumasögu...með Sögu...í útlöndunum. Mesta krúttið meðal gallharðra rokkaranna. Sjáumst fljótt fólk :)

Nafnlaus sagði...

Jisús minn - elsku barn... þú ert svo mikið krútt að það er ekki eðlilegt.. ekki nema von að þú hafir slegið í gegn í Norge.. hlakka rosa mikið til að sjá þig.

Spurðu mömmu skvísu hvort ég megi heimsækja ykkur eftir vinnu á miðvikudaginn ?

Kiss kiss, Inga Birna

Nafnlaus sagði...

Gott að sjá að Abdúllan er að feta í músík fótspor foreldranna ;-)
Risaknús
xxhk

Nafnlaus sagði...

Saga þú ert svo mikill töffari!! Er allveg viss um að þú hefur brætt hjörtu margra í för þinni til Noregs!

Nafnlaus sagði...

Hvað á maður að kalla þig? Í mínu ungdæmi hefði það verið diskódrós. Og mamma þín með hvítt höfuðfat. Hvar var nýja bláa húfan sem hún prjónaði með hjálp góðrar konu...ja, svona korter fyrir ferðalag

A

Anna Linda sagði...

Rock Star Baby AKA Saga :)

Gaman að fyrsta utanlandsferðin þín hafi verið i fæðinga borg minni. Klem fra Tante

Hrefna sagði...

Þú ert sko algjör töffari með sólgleraugun ... og að sjálfsögðu bræddirðu hjörtu rokkaranna!
Er það ekki svo Danmörk næst?!

Nafnlaus sagði...

Saga ég fæ ekki nóg af því að segja hvað mér finsnt þú mikið æði , þú dafnar svo vel. Nú verð ég að fara koma í heimsókn, þú hefur stækkað svo mikið síðan ég kom síðast. Elísabetu Nördu langar líka svo að fá að knúsa hana.
mér finnst þú orðin svo lík henni mömmu þinni, með sætu spékoppana hennar.
endalaus ást
allý xxxx

Unknown sagði...

shii snilld, sólgleraugun að koma vel út :)

Nafnlaus sagði...

Þú ert svo mikið krútt. Nú ætlum við litla frænka þín að kíkja á ykkur múttu í næstu viku. Vonum að skotta litla verði stillt og prúð :o)

Nafnlaus sagði...

Ohhh þú ert flottasti litli "hnullungurinn" :P alltaf gaman að vera með þér litla bjútí! :) og hlakka til að hitta þig á sunnudaginn! ;)