mánudagur, 5. febrúar 2007

Afi kominn frá útlöndum

Afi Einar kom heim frá útlöndum í vikunni...með nýjan meðlim í stórfjölskylduna hennar Sögu. Myndarlegan og þróttmikinn bangsa, sem er nokkuð stærri en Saga sjálf. Stærðarmunurinn hefur ekki komið að sök né haft áhrif á vináttu hans og Sögu. Bangsinn er þegar kominn í mikið uppáhald hjá henni, en sökum málleysis eigandans hefur hins vegar ekki tekist að nefna gæjann. Því efnum við, Litla fjölskyldan á Skúlagötunni, til samkeppni um nafn á bangsann. Í verðlaun eru 2L af Pepsi og Doritos snakk frá söluturninum Ásnum í Selfossi, þar sem vitja má vinningsins.

En að öllu gríni slepptu þá óskum við eftir nöfnum í annaðhvort comment hluta bloggsins eða gestabókina. Annars er það í fréttum að Saga sló í gegn í 6 vikna skoðun í Hlíðunum...mældist 4.540 grömm og 58 cm löng, 7 cm lenging frá fæðingu sem þykir feikigóður árangur. Hún eignaðist líka gullfallegt handgert teppi að gjöf, blóma/rautt sem sjá má á myndunum hér að neðan.

















12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ litla ljós! Mikið var æðislegt að vera með þér seinnipart kvölds, fékk sting í hjartað þegar þú varst að brosa til mín, þau voru alveg æðisleg Saga gullfallegust! Vonandi að ég sjái þig fljótt, kannski áður en þú og ma og pa farið út, sjáum til, fæ bara alltaf fráhvarfseinkennin strax og ég er farin frá þér! :( Bið svo að heilsa mömmu þinni og pabba aftur, og þakka þeim innilega fyrir að styðja við bakið á mér :) Og svo bið ég að heilsa bangsanum óskírða, sem vonandi fær gott nafn sem fyrst ;) Og myndirnar eru ææææðislegar, þú ert stjarna! :)

Nafnlaus sagði...

Tja, ef bangsi er jafn þróttmikill og sögur fara af (hann ber það nú með sér á myndunum) mæli ég með nafninu Þróttur.

Nafnlaus sagði...

Lúri Kúri, Stóri-Loðni, Bjartur, Benedikt belgur, Kátur Ketils...

Biðjum allavega að heilsa, hittumst sem fyrst!

Knús und kram

Nafnlaus sagði...

Ef bangsi er karlkyns er ég með eftirtaldar tillögur: Jóhann Svarfdælingur, Jóhann risi (hann er nú ansi stór) eða Þrúðmar (alltaf haft lúmskt gaman að því nafni).
En ég vil minna á að bangsar geta líka verið kvenkyns og þá mæli ég með Björghildur eða Lína eftir Línu Langsokkur sem hefur alltaf verið harður nagli og kallar ekki allt ömmu sína, einnig kemur Bríet sterkt inn ef við erum að pæla í kvenhetjum

Hugrún sagði...

Hæ... var að laumast hér og ákvað að best væri að gefa sig fram...

Gaman að sjá hvað Saga braggast vel... svaka myndarleg stelpa, mér sýndist á einni myndinni að hún sé býsna góð í karate sem er nokkuð gott að vita, upp á framtíðina.

Við erum alltaf á leiðinni til ykkar... og vonandi komumst við einhverntíman alla leið :)

Hugrún.

Nafnlaus sagði...

Ekki minnka krúttlegheitin á dömunni. Ætla að reyna að koma bráðlega og kíkja á Söguna sætu.

mér finnst að bangsi gæti heitið Huang þar sem hann á nú ættir að rekja til útlanda.... svo er líka hægt að skeyta tveimur nöfnum saman, t.d. bjarni huang

Nafnlaus sagði...

Æj, þú ert svo sæt og falleg...
algjör gullmoli :)
Gaman hvað mamma þín og pabbi eru dugleg að skella inn myndum =)

En bangsinn þinn nýji er ansi myndarlegur :)
okkur Lottu finnst hann "líta út" eins og
Nonni Manni Barason ;)

knús

Lena og Lotta :)

Hrefna sagði...

Hæ sæta ;) Það er nú meira hvað þú hefur stækkað!!! Hefði nú ekkert á móti því að geta skotist til þín og mömmu og pabba í heimsókn og knúsað þig og séð flotta brosið þitt. Frábært að geta skoðað myndir af þér hér á síðunni, vona að mamma og pabbi haldi áfram að vera svona dugleg að setja inn myndir.
En í sambandi við hugmyndir að nafni á bangsa "litla" þá er ég bara alveg tóm.

Ólöf sagði...

jiminn eini hvað saga er mikið krútt, alveg án efa sætasta barn í heimi!
verandi á fiji verð ég eiginlega að smokra inn fijisku bangsanafni, Levu (borið fram Levú) er mitt innlegg, en það er stór á fijisku. Kannski hægt að henda saman þarna tveimur nöfnum Loðni Levu :)
allavega, knús til ykkar,
lóa

Nafnlaus sagði...

Elsku barn - hvernig er hægt að vera svona mikið krútt? Ég ætla að hringja í mömmsluna og fá að heimsækja ykkur um helgina :)

Ég legg til að bangsinn verði nefndur Einsi Kaldi.. þar sem það var nú Einar afi sem kom með hann.. nú eða Ingi Birnir.. það er klassík

Ást

Inga Birna

Nafnlaus sagði...

Já Einar bangsi

Nafnlaus sagði...

Ég legg til að bangsinn fái nafnið Evar Söguson :-) Risaknús til fallegustu stúlkunnar og sætustu foreldranna. Ást frá London.

hk