Saga er byrjuð á leikskóla, Hjallastefnuleikskólanum Ós á Bergþórugötu. Þar hefur verið tekið á móti henni (og foreldrunum) opnum örmum. Hún er semsagt orðin Ósari, og við foreldrarnir erum ógurlega stolt og ánægð með Söguna okkar. Þrátt fyrir að hafa heyrt ánægju raddir frá vinafólki hefðum við ekki trúað því að Ós væri svona frábær staður, með framúrskarandi starfsfólki. Leikskólinn er foreldrarekinn, sem hræddi okkur svolítið í byrjun. En þetta er ekkert nema skemmtilegt, gengur fullkomlega upp. Ós er með flotta heimasíðu; www.leikskolinn.is/os/ og eru myndirnar þaðan.