Saga & fjölskylda fóru til Kaupmannahafnar um daginn að heimsækja föðursystir og frænku. Frábær ferð!! Þökkum Elínu og Björgvin kærlega fyrir gestrisnina. Hér eru myndir af nokkrum góðum augnablikum í Köben... PS Svo óskum við Bjarka og Laufey hjartanlega til hamingju með litla kút!!!!!!!!!
laugardagur, 31. mars 2007
föstudagur, 23. mars 2007
Saga þriggja mánaða
Saga Evudóttir Eldarsdóttir varð þriggja mánaða þann 17. mars - og hélt upp á daginn með því að fara í læknisskoðun í Hlíðarnar. Hún stóðst skoðunina með láði, orðin 5,6 kg og 61 cm. Sprautan ekkert mál, engin tár. Nokkrum dögum síðar kom pabbi hennar heim frá Texas með kúrekahund og "armadillo" bangsa frá höfuðborginni Austin - og fúlsaði Saga ekki við þeim. Eins og þið sjáið hefur verið tekið mikið af myndum af Sögunni síðustu vikur...m.a. þar sem Hekla, glæný vinkona hennar, kíkti í heimsókn.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)